Leikskólinn Sóli, eins og hann heitir í dag, var formlega tekinn í notkun 01. mars 2007 þegar leikskólinn Rauðagerði og leikskólinn Sóli (gamli) voru sameinaðir undir einu þaki í nýju húsnæði við Ásaveg 11.

Gömlu skólarnir höfðu verið starfræktir til margra ára eða Rauðagerði frá 1974 og „gamli Sóli" frá 1960.

Leikskólinn er fimm deilda skóli og stærð húsnæðis er 859,2 m2. Þar af er leikrými heimastofa 238,5 m2 og sameiginlegt leikrými er 101,10 m2. Lóðin er 5.500 m2.

Um hönnun húsnæðis sá Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar en lóðin var í höndum landslagsarkitekta hjá Landslag ehf.

Deildarnar, voru aldursskiptar áður en Hjallastefnan tók við rekstri leikskólans og voru allar nefndar eftir húsum sem hurfu undir hraun í eldsumbrotunum 1973 og kallast þær Hof, Tún Borg, Höfn og Gerði.

Í leikskólanum skólaárið 2012-2012 eru 89 börn en leikskólinn rúmar vel um 100 börn. Starfsmenn eru 26 talsins.

Hjallastefnan efh. og Vestmannaeyjabær gerðu með sér rekstrarsamning vorið 2012 og tók Hjallastefnan formlega við leikskólanum í ágúst 2012. Leikskólinn Sóli starfar því eftir Hjallastefnunni og eru í húsi 5 kjarnar. Í vesturhluta hússins eru drengir á aldrinum 2ja -5 ára á tveimur kjörnum, Gula og Rauða. Stúlkurnar eru svo í austurhluta hússins á Græna og Bláa kjarna. Yngsta kjarnan okkar köllum við Hvíta en þar er kynjunum blandað en þau eru í kynhreinum hópum.© 2016 - Karellen