news

Vináttulota í leikskólanum Sóla ❤️

01. 03. 2021

Við fögnum marsmánuði og hefjum um leið Vináttulotu en hún er 5.lotan í kynjanámskrá Hjallastefnunnar en Hjallastefnan gengur út frá þeirri hugmynd að öll börn búi yfir ótakmörkuðum möguleikum til að rækta fölskvalausan kærleik til annarra. Þegar barn er sannfært um eigið ágæti mun það geta leyft sér að gefa öðrum umhyggju og kærleika eða með öðrum orðum ef barn lærir að elska sjálft sig, mun það einnig geta elskað aðra. Í þessari lotu nota kennarar stýrðar æfingar í faðmlögum, mýkt, að aðstoða vin og vinkona og gefa knús, allt hefur þetta áhrif á góðvildina sem býr í börnum. Ýmis raunveruleikatengd verkefni eru mjög góð, t.d. að brjóta saman þvott fyrir eldhúsið, aðstoða Hvítakjarna með yngstu börnin, aðstoða vin/vinkonur úr útifötum og fleiri slík verkefni.

Markmið lotunnar er að byggja upp góðvild og það er gert með því að kenna börnum að rækta nánd og vináttu. Rósemi þarf að rækta og minnka þar með streitu, jafnframt að auka kjark í nálægð, snertingu og umhyggju.

Orðræða lotunnar er:

- við erum vinir/vinkonur hér

- vinaskóli, vinur, vinkona, vinátta

- Kæri vinur og kæra vinkona

© 2016 - Karellen