news

Útskrift árgangs 2016 ❤️

27. 05. 2021

Í gær útskrifuðum við árgangur 2016 úti í Skátastykki. Þetta er hópur sem hefur sest að í hjörtum okkar en við erum þakklát fyrir að hafa fengið að fylgja þeim síðustu ár í leik og starfi. Þau lofa okkur því að gleyma okkur ekki og kasta á okkur kveðju þegar þau hitta okkur á förnum vegi, einnig lofuðu þau því að vera forvitin í lífinu svo þau haldi áfram að læra og læra. Við kveðjum þau nú á næstunni og óskum þeim fallegrar framtíðar með fullt af nýjum ævintýrum í nýjum skóla. Takk kæru fjölskyldur fyrir það traust sem þið hafið sýnt okkur, við eigum eftir að sakna ykkar allra ❤️

© 2016 - Karellen