news

Sumarhátíð

05. 06. 2020

Sumarhátíðin var haldin í dag á frekar stormasömum degi en við létum það ekki á okkur fá. Við vorum með tilbreytingu á útisvæði, en foreldrafélagið útvegaði hoppukastala, við tókum út gröfur, krítar, hoppudýr og fleira spennandi. Söngfundurinn var á sínum stað í salnum og sungið var fyrir þrjú afmælisbörn í dag. Popp og gómsætir ávextir voru á boðstólnum og fengu öll eins mikið og þau gátu í sig látið.

© 2016 - Karellen