news

Gleðileg jól og gleðiríkt ár

23. 12. 2020

Elsku Sólafjölskyldur

Við öll á Sóla óskum ykkur gleðilegra og friðsælla jóla. Megi hátíðirnar gefa ykkur góðar samverur, innihaldsrík samskipti, notalegheit og kærleik.

Við þökkum góðar stundir á liðnu ári og alla þá samheldni sem hefur verið ríkjandi á þessu skrítna ári sem er að líða. Við kveðjum þetta ár og hlökkum til næsta árs þar sem við getum vonandi átt fleiri stundir saman, haldið foreldraviðtöl, foreldrasöngfund og fleira.

Við erum þakklát því að þið treystið okkur fyrir því allra dýrmætasta sem þið eigið og vitum að það er ekki sjálfgefið. Það þarf heilt þorp til þess að ala upp barn og saman gerum við hvort annað að sterkari heild. Hlökkum til þess að hitta ykkur hress 5. janúar.

Kærar jólakveðjur starfsfólk Sóla


Dear families

We wish you a merry Christmas and a peaceful holiday. May it bring you happiness and love with your family.

We thank you for the good times we had last year, even though they were few, because of the pandemic. We are looking forward to next year and hope it will be filled with more good times and that we can have parent-teacher interviews and invite you more to Sóli.

We are thankful for all of you, and that you trust us for your precious children and we look forward to see you again on 5. January.


© 2016 - Karellen